Verið velkomin á fermingarvef prestakallsins fyrir fermingarveturinn 2014-15

Hér er vefur fyrir fermingarstarf vetrarins í Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakalli.
Kverið er þegar komið inn á netið og hvað á að læra utan að.
 

Æfing fyrir fermingar á hvítasunnu

Æfingar fyrir fermingar á hvítasunnu verða í Ingjaldshólskirkju kl. 20 á þriðjudag (3. júní) og í Ólafsvíkurkirkju kl 18 sama dag (3. júní). 
Æfingin verður í um eina klukkustund. Fermingarbarn og foráðamaður/-menn mæti.
Skila á þá vali á ritningarversi fyrir ferminguna.

Æfing fyrir fermingar á skírdag

Æfingar fyrir fermingar á skírdag verða í Ingjaldshólskirkju kl. 20 á mánudag (7. apríl) og í Ólafsvíkurkirkju kl 18 á miðvikudag (9. apríl). Mátaðir verða kirtlar á mánudag, á æfingunni 
Æfingin verður í um eina klukkustund. Fermingarbarn og foráðamaður/-menn mæti.
Skila á þá vali á ritningarversi fyrir ferminguna.

Síðustu tímarnir

Fermingarfræðslan er á þriðjudag 18. mars kl. 14:50 (strax eftir skóla) til 16:10 og verður í Ólafsvíkurkirkju.
Einnig er tími mánudag 17. mars kl. 14:25 fyrir þá sem ekki hafa skilað utanbókarlærdómi eða ekki lokið prófinu að fullu.

Fermingarfræðslutímar í mars

Fermingarfræðslan er á þriðjudag 11. mars kl. 14:50 (strax eftir skóla) til 16:10 og verður í Ólafsvíkurkirkju. Einnig er tími mánudag 10. mars kl. 14:25 fyrir þá sem ekki hafa skilað utanbókarlærdómi eða ekki lokið prófinu að fullu.

Fermingardagar

Fermingardagar vorið 2014 eru eftirfarandi:
Hvítasunnudag 8. júní:

  • kl. 11 í Ólafsvíkurkirkju.
  • kl. 13 í Ingjaldshólskirkju.

Skírdag 17. apríl:

  • kl. 11 í Ingjaldshólskirkju.
  • kl. 13 í Ólafsvíkurkirkju.

Fermingarfræðslutímar í febrúar

Fermingarfræðslan er næst á mánudag 24. febrúar kl. 14:50 (strax eftir skóla) til 16:10 og verður í Ólafsvíkurkirkju.  Einnig verður tími þriðjudag 25. febrúar.

Síður

Subscribe to Fermingarkver RSS