Fermingarfræðsla 11. og . 12. september

Fermingarfræðslan er næst á þriðjudaginn 11. september kl. 15:30-17 eða miðvikudaginn 12. september kl. 14:30-16 og verður í Ólafsvíkurkirkju. 
Lesa á kaflana um heilaga þrenninguskaparann og heilagan anda (bls.9-11) fyrir tímann og gera verkefni. 
Eins á að skila verkefnum frá mótinu, ef það er ekki þegar búið, það er BiblíanBæninKvöldmáltíðin og messan.
Eins þarf að skila utanbókarlærdómi.

Fermingarnámskeið á Laugum í Sælingsdal 2018

Kæra fermingarbarn og fjölskylda!
Í þessu bréfi er að finna allt sem máli skiptir varðandi fermingarnámskeiðið nú í september. Því er mikilvægt að kynna sér efni þess vel. Námskeiðið verður á Laugum í Sælingsdal í Dölum (20 km. frá Búðardal)
 

Fermingarfræðsla og mót á Laugum haustið 2018

Fermingarmót fyrir þá sem fermast vorið 2019 verður á Laugum í Sælingsdal mánudaginn 3. til 5. september 2018.

Önnur börn í árgangi 2005 sem eru í skólanum í Ólafsvík mega einnig koma á mótið.  Takið dagana frá.

 

Skráning á mótið er hjá sóknarpresti og í fræðsluna hér. Á tenglinum er einnig valdir fermingardagar.

Hægt er að biðja um lykilorð að síðunni til að geta gert verkefnin.

Hópur um fræðsluna er á fésbók.

 

Þeir sem eru erlendis og vilja fá fræðslu á netinu hafi samband við sóknarprest.

 

Tími 21. febrúar

Fermingarfræðsla verður í Ólafsvíkurkirkju miðvikudaginn 21. febrúar kl. 14:30.

 

Ritningarlestur og umsjón með kaffi vor 2018

 
Ritningarlestur og kaffi.
 
Foreldrar og forráðamenn fermingarbarna hafa séð um kaffi eftir guðsþjónustu og fermingarbörn lesið ritningarlestra.  Nauðsynlegt er að mæta ekki seinna en tuttugu mínútur í messutíma.  Hellt er upp á könnuna, teknir til bollar og glös og síðan gengið frá eftir kaffi.
 
Almennt eru foreldrar og forráðamenn tveggja unglinga sem sjá um kaffið á þeim dögum sem börn þeirra lesa.  Ef það verða forföll væri gott ef þið fenguð einhvern til að skipta og tilkynnið sóknarpresti.
 
Hægt verður að finna ritningarlestranna á þeirri síðu þar sem hver athöfn er auglýst á prestakallssíðunni, en athafnalistinn er finna á hlekknum.

Jólatími

Jólafræðslutími verður á næsta miðvikudag, 6. desember, kl. 14:30 (strax eftir skóla)-16 .
Boðið upp á smá hressingu,fjallað um fæðinguna og breytni, lesið þá kafla. Hægt að skila verkefnum og utanbókarlærdómi. Þá á að vera búið að skila öllu, miðað við það sem sett hefur verið fyrir.

Fermingarfræðsla og fundur með foreldrum

Fermingarfræðslan er næst á miðvikudag 25. október kl. 14:30-16:00 og verður í Ólafsvíkurkirkju.

Síður

Subscribe to Fermingarkver RSS