Fermingarfræðslutímar hefjast

Tímasetning fermingarfræðslunnar verður á miðvikudögum í safnaðarheimili Ólafsvíkurkirkju kl. 14:30-16:00 (endilega borða fyrir tímann) aðra hverja viku. Getur þó bæst við tími ef betra er að hafa tvo hópa.

Fyrsti tímnr er 14. september.

Lesa á kaflan um Biblíuna fyrir tímann og gera verkefni.

Þau fá aðgang að heimasíðunni í tímanum til að klára verkefnin á netinu svo ef þau kjósa frekar að leysa verkefni eftir fyrsta tímann á netinu, þá er það í lagi, nema utanbókarlærdóm sem á að skila í tímanum.